Dagur íslenskrar náttúru

Málsnúmer 1608059

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 06.09.2016

Dagur íslenskrar náttúru verður að venju þann 16. september.

Þema Dags íslenskrar náttúru 2016 eru vættir sem búa í og vaka yfir náttúrunni okkar.

Undanfarin ár hafa sveitarfélög, skólar, stofnanir, fyrirtæki, einstaklingar og félagasamtök fagnað Degi íslenskrar náttúru með fjölbreyttum hætti, efnt til viðburða, vakið athygli á málefnum sem varða íslenska náttúru eða haft náttúruna sem þema við leik og störf á þessum degi.

Sveitarfélög og landshlutasamtök eru hvött til að hafa Dag íslenskrar náttúru í huga í starfi sínu framundan og halda hann hátíðlegan.

Lagt fram til kynningar.