Læsisstefna leik- og grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1608033

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 23.08.2016

Samþykkt
Samkvæmt undirrituðum Þjóðarsáttmála um læsi skuldbatt Fjallabyggð sig til að gera læsisstefnu fyrir leik- og grunnskóla. Læsisráðgjafar frá Menntamálastofnun hafa nú verið með námskeið fyrir grunnskólakennara og verður sambærilegt námskeið fyrir leikskólakennara haldið í september. Að loknu því námskeiði verður farið af stað með gerð læsisstefnu sem unnin verður af læsisteymum skólanna með aðstoð og stuðningi frá læsisráðgjöfum Menntamálastofnunar.
Fræðslu- og frístundanefnd fagnar þessu og óskar eftir að læsistefnan verði tilbúinn 1. desember nk.