Hvatning Velferðarvaktarinnar vegna kostnaðarþátttöku foreldra í ritfangakaupum skólabarna

Málsnúmer 1608021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 461. fundur - 18.08.2016

Lögð fram til kynningar hvatning Velferðarvaktarinnar til sveitarstjórna, skólanefnda, skólaskrifstofa og skólastjóra, dagsett 9. ágúst 2016, um að leggja kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfangakaupa barna af eða halda henni í lágmarki.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 23.08.2016

Vísað til nefndar
Á fundi fræðslu- og frístundanefndar þann 6. júní sl. var til umfjöllunar erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem skólanefndir voru hvattar til að kanna hvernig kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfanga og annarra gagna vegna skólagöngu barna væri háttað. Hér er svo kominn hvatning frá Velferðarvaktinni um sama málefni og vísar bæjarráð erindinu til umfjöllunar í nefndinni.
Miðað við innkaupalista sem Grunnskóli Fjallabyggðar gefur út og verð á ritföngum sem Heimkaup birtir á sinni heimasíðu og að því gefnu að allir nemendur kaupi allt sem er á innkaupalistanum yrði kostnaður sveitarfélagsins rúmar 1.7 milljónir króna.
Fræðslu- og frístundanefnd hvetur bæjaryfirvöld til að skoða vel við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 að sett verði fjármagn í þennan lið svo hægt sé að takmarka kostnað foreldra við innkaup á ritföngum og öðrum gögnum.