Fyrirspurnir frá Félagi stjórnenda leikskóla um sérfræðiþjónustu ofl.

Málsnúmer 1608017

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 23.08.2016

Erindi svarað
Á fundinn mættu Olga Gísladóttir leikskólastjóri, Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Berglind Hrönn Hlynsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla.
Félag stjórnenda leikskóla sendir Fjallabyggð tvö erindi. Í öðru erindinu er hvatning til rekstraraðila leikskóla um að uppfylla þá kröfu að aðstoðarleikskólastjóri sé til staðar í leikskólum með 33 börn eða fleiri sbr. 6 grein laga um leikskóla. Í hinu erindinu er vakinn athygli á því að svo virðist sem margir leikskólastjórnendur hafi ekki aðgang að sérfræðiþjónustu til ráðgjafar og stuðnings við starfsmenn leikskóla. Vísað er í 21., 22. og 23. grein í lögum um leikskóla, nr. 90/2008, þar sem kveðið er á um skipulag og framkvæmd sérfræðiþjónustu.
Fjallabyggð uppfyllir þessi atriði. Aðstoðarleikskólastjóri er til staðar og sömuleiðis er sveitarfélagið með samning við sálfræðinga og talmeinafræðinga sem annars vegar veita stuðning við leikskólabörn og fjölskyldur þeirra og hins vegar stuðning við starfsemi leikskóla og starfsfólk.
Fræðslu- og frístundanefnd felur deildarstjóra að svara Félagi stjórnenda leikskóla. Jafnframt felur nefndin deildarstjóra að kanna með samstarf á milli skólaskrifstofu Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar.