Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016

Málsnúmer 1607001F

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 454. fundur - 12.07.2016

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016 Guðný Helga Kristjánsdóttir sendir inn beiðni um að partur af gangstétt við Túngötu verði löguð og að fyllt verði upp í rennu milli götu og gangstéttar.

    Nefndin tekur jákvætt í erindið og beinir því til tæknideildar að endurnýja gangstéttina ef að það rýmist innan fjárheimilda 2016 að öðrum kosti vísað til fjárhagsáætlunar 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 454. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016 Lagðir fram aðaluppdrættir ásamt byggingarleyfisumsókn fyrir Háveg 2b, Siglufirði.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar 454. fundur bæjarráðs samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum umsókn um byggingarleyfi að Hávegi 2b.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016 Tillaga að skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar vinnu við nýtt deiliskipulag miðbæjarins á Siglufirði.

    Nefndin samþykkir skipulagslýsinguna og felur tæknideild að auglýsa hana.
    Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 454. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016 Erindi frá Fanney Hauksdóttur arkitekts f.h. Fiskmarkaðs Siglufjarðar.
    Óskað er eftir samþykki á tillögu að byggingarreit fyrir stækkun húsnæðis Fiskmarkaðar Siglufjarðar á Hafnarbryggju, Siglufirði.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar S. Guðrún Hauksdóttir vék af fundi við afgreislu þessa máls.
    454. fundur bæjarráðs samþykkir með tveimur atkvæðum erindi Fiskmarkaðar Siglufjarðar vegna fyrirhugaðrar stækkunar á byggingarreit.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016 Samkvæmt bréfi frá Brynju Baldursdóttur dagsett 20. ágúst 2015 varðandi sjónmengun vegna vinnupalla við Grundargötu 3 var þar talað um að þeir yrðu teknir niður á árinu 2016.

    Umræða var um ástand húsa í Fjallabyggð. Nefndin felur tæknideild að senda út áminningarbréf til húseigenda þar sem aðkallandi viðhalds er þörf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 454. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016 Sigurbjörg Ingvadóttir sækir um leyfi til niðurrifs á frístundahúsi, fasteignanr. 223-7330 á lóð 179620 í landi Syðri-Gunnólfsár í Ólafsfirði.

    Nenfndin samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 454. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016 Bæjarráð samþykkti á 452. fundi að fela skipulags- og umhverfisnefnd að leita lausnar á málinu með lóðarhafa.

    Nefndin leggur til að viðbyggingin verði 17,8m í stað 21,8m og felur tæknideild að grenndarkynna tillöguna hlutaðeigandi aðilum.
    Bókun fundar 454. fundur bæjarráðs samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að grenndarkynna tillögu að stækkun húsnæðis við Gránugötu 13b.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016 Skipulags- og umhverfisnefnd dregur til baka bókun sína frá 199. fundi nefndarinnar varðandi umferðarrétt um lóðina Tjarnargötu 16. Í ljósi nýrra upplýsinga um hefðarrétt á umferð um vegslóða austan Tjarnargötu 16. Þetta gildir einnig fyrir Tjarnargötu 18 og 20.
    Nefndin felur deildarstjóra tæknideildar að leita samninga við lóðarhafa Tjarnargötu 18 og 20 um skerðingu á lóðum þeirra vegna umferðarréttarins. Varðandi Tjarnargötu 16 er lögmaður Fjallabyggðar með það mál í vinnslu á sömu forsendum og fyrir aðra lóðarhafa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 454. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016 Umræða um ástand húsa í Fjallabyggð.

    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar mótmælir harðlega þeim seinagangi sem verið hefur á lagfæringum á fasteigninni við Aðalgötu 6 Siglufirði og krefst þess að lögfræðingur Fjallabyggðar gangi hart eftir að innheimta þær dagsektir sem áfallnar eru og fylgi því eftir með fjárnámi og nauðungaruppboði fáist þær ekki innheimtar.
    Að mati nefndarinnar er með öllu ólíðandi að fasteignaeigendur komist upp með þá háttsemi sem viðhöfð hefur verið við þessa fasteign.
    Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 454. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016 Umræða um ástand húsa í Fjallabyggð.

    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar mótmælir harðlega þeim seinagangi sem verið hefur á lagfæringum á fasteigninni við Hverfisgötu 17 Siglufirði og krefst þess að lögfræðingur Fjallabyggðar gangi hart eftir að innheimta þær dagsektir sem áfallnar eru og fylgi því eftir með fjárnámi og nauðungaruppboði fáist þær ekki innheimtar.
    Að mati nefndarinnar er með öllu ólíðandi að fasteignaeigendur komist upp með þá háttsemi sem viðhöfð hefur verið við þessa fasteign.
    Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 454. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016 Auglýsing frá Minjastofnun varðandi styrki úr húsfriðunarsjóði vegna verndarsvæða í byggð.

    Erindi lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 454. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016 Bréf frá Skipulagsstofnun, það sem vakin er athygli á Landsskipulagsstefnu 2015-2026 og fyrirhugaðri kynningu hennar.

    Erindi lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 454. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 6. júlí 2016 Rekstraryfirlit maí 2016 til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 202. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 454. fundi bæjarráðs.