Ágangur sauðfjár við Saurbæjarás

Málsnúmer 1606010

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14.06.2016

Borist hafa kvartanir vegna ágangs sauðfjár í lausagöngu við Saurbæjarás. Fé hefur þar étið af leiðum í kirkjugarði, auk þess að fara inná svæði frístundabyggðar og skógræktar.

Nefndin bendir á að samkvæmt samþykkt um búfjárhald þá ber Fjallabyggð að tryggja sem best að girðingar um þéttbýlissvæðin séu fjárheldar. Búið er að fara yfir girðingar í kirkjugarði og leggur nefndin til að girt verði betur afmörkun þéttbýlisins við Saurbæjarás.