Siglufjarðarkirkja - Vinnuskóli - Kirkjuvarsla

Málsnúmer 1606007

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 06.06.2016

Tekin fyrir beiðni um aðkomu vinnuskólans að kirkjuvörslu í Siglufjarðarkirkju yfir sumarmánuðina.
með sambærilegum hætti og á síðasta ári.

Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að kanna kostnað og nánari útfærslu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14.06.2016

Á 448. fundi bæjarráðs, 6. júní 2016, var tekin fyrir beiðni um aðkomu vinnuskólans að kirkjuvörslu í Siglufjarðarkirkju yfir sumarmánuðina,
með sambærilegum hætti og á síðasta ári.
Bæjarráð fól deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að kanna kostnað og nánari útfærslu.

Umsögn lögð fram.

Bæjarráð samþykkir aðkomu vinnuskólans að kirkjuvörslu með svipuðum hætti og í fyrra, en leggur áherslu á að styrkbeiðnir séu settar fram í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar.

Kostnaður færist á atvinnu- og ferðamál (13810-9291).