Mengun í Siglufjarðarhöfn

Málsnúmer 1606006

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 06.06.2016

Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um mengunartilvik í Siglufjarðarhöfn 27. maí s.l.

Það ástand sem skapaðist er ótækt og beðið er eftir skýrslu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra varðandi málið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14.06.2016

Á 448. fundi bæjarráðs, 6. júní 2016, upplýsti bæjarstjóri bæjarráð um mengunartilvik í Siglufjarðarhöfn 27. maí s.l.
Von var á skýrslu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra varðandi málið.

Skýrsla HNV lögð fram.
Þar kemur m.a. fram að skoðuð voru frárennsliskerfi hjá Ramma hf. og Kítósan verksmiðjunni Primex ehf.

Einnig lagt fram afrit bréfs Ramma hf. til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, dagsett 9. júní 2016.

Bæjarráð samþykkir að fela Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra málið og að tryggt verði að atvik sem þessi hendi ekki aftur.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 81. fundur - 20.06.2016

Á 448. fundi bæjarráðs, 6. júní 2016, upplýsti bæjarstjóri bæjarráð um mengunartilvik í Siglufjarðarhöfn 27. maí s.l.
Von var á skýrslu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra varðandi málið.

Skýrsla HNV lögð fram.
Þar kemur m.a. fram að skoðuð voru frárennsliskerfi hjá Ramma hf. og Kítósan verksmiðjunni Primex ehf.

Einnig lagt fram afrit bréfs Ramma hf. til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, dagsett 9. júní 2016.

Hafnarstjórn harmar að ekki hafi enn tekist að koma í veg fyrir mengunarslys í Fjallabyggðarhöfnum. Hafnarstjórn ætlast til að hlutaðeigandi aðilar komi í veg fyrir að svona slys endurtaki sig.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 512. fundur - 01.08.2017

Deildarstjóri tæknideildar situr fundinn undir þessum lið.
Lagt fram minnisblað frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra þar sem málið er rakið og mun eftirlitið leggja það til við Umhverfisstofnun að kanna nánar hvort meira beri á sjónmengun þegar verið er að vinna skel frá rækjuverksmiðjunni á Siglufirði en þegar verið er að vinna skel sem kemur annars staðar að.