Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201

Málsnúmer 1606003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 134. fundur - 22.06.2016

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14. júní 2016 Borist hafa kvartanir vegna ágangs sauðfjár í lausagöngu við Saurbæjarás. Fé hefur þar étið af leiðum í kirkjugarði, auk þess að fara inná svæði frístundabyggðar og skógræktar.

    Nefndin bendir á að samkvæmt samþykkt um búfjárhald þá ber Fjallabyggð að tryggja sem best að girðingar um þéttbýlissvæðin séu fjárheldar. Búið er að fara yfir girðingar í kirkjugarði og leggur nefndin til að girt verði betur afmörkun þéttbýlisins við Saurbæjarás.
    Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14. júní 2016 Nefndin tekur jákvætt í erindið og getur fyrir sitt leiti samþykkt beiðni um afnot en bendir á að ef sótt er um byggingarrétt á umræddum lóðum þá muni afnotaréttur falla niður og allur kostnaður vegna þess að koma lóðinni í upphaflegt horf fellur á afnotanda. Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14. júní 2016 Lagt fram erindi Primex þar sem óskað er eftir betra aðgengi að lóð sinni við Óskarsgötu 7 á Siglufirði frá Tjarnargötu.

    Nefndin getur ekki samþykkt framlagða tillögu þar sem hún gengur á hagsmuni aðliggjandi lóðar.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Gunnar I. Birgisson.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14. júní 2016 Inga Hilda Ólfjörð sendir inn erindi til nefndarinnar varðandi umferðarmerkingar. Biður um að sett séu upp 2-3 umferðarskilti þar sem að varað er við lausagöngu sauðfjár.

    Nefndin tekur vel í erindið og beinir því til tæknideildar að sótt verði um uppsetningu á ofangreindum skiltum til Vegagerðarinnar þar sem umræddur vegur tilheyrir þeim.
    Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14. júní 2016 Umsókn frá Gesti Hanssyni f.h. Top Mountaineering um að fá að setja upp standskilti á horni Gránugötu og Snorragötu.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14. júní 2016 Erindi frá Síldarminjasafni varðandi flutning olíutanks frá olíuporti Olíudreifingar og uppsetningu á lóð Síldarminjasafns auk eyðingu olíutanks sem þar er fyrir.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
    Afgreiðsla 201. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14. júní 2016 Rúnar Marteinsson óskar eftir því að nefndin endurskoði afstöðu sína vegna byggingarleyfisumsóknar hans við Gránugötu 13b.

    Nefndin hafnar erindinu og stendur við fyrri bókun sem gerð var á 199. fundi nefndarinnar.

    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14. júní 2016 Umsókn um leyfi fyrir kvikmyndatöku í Reykjarétt á Lágheiði 28. júlí til og með 1. ágúst 2016.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14. júní 2016 Umsókn um leyfi til að reisa hænsnahús og halda hænur á lóð umsækjanda Hverfisgötu 3 Siglufirði.

    Nefndin getur ekki samþykkt erindið nema skriflegt samþykki allra aðliggjandi lóðarhafa liggi fyrir. Erindinu er því hafnað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14. júní 2016 Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs Dalvíkurbyggðar óskar eftir því að umsagnaraðilar fari yfir skipulagstillögur og sendi sér umsögn, athugasemdir eða ábendingar.

    Nefndin gerir engar athugasemdir við erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14. júní 2016 Hálfdán Sveinsson sækir um f.h. Rosalind Page úthlutun á lóð við Hverfisgötu 22, Siglufirði.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14. júní 2016 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14. júní 2016 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 134. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.