Samningur um skóla- og frístundaakstur

Málsnúmer 1604083

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 02.05.2016

Samningur um skólaakstur er að renna út. Í samningnum er ákvæði um að heimilt sé að framlengja honum um eitt ár. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að það ákvæði verði nýtt.

Jónína, Mundína og Hugborg Inga véku af fundi kl. 18:00

Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10.05.2016

Á 28. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 2. maí 2016, var til umfjöllunar samningur um skólaakstur. Í samningnum er ákvæði um að heimilt sé að framlengja honum um eitt ár.
Fræðslu- og frístundanefnd lagði til við bæjarráð að það ákvæði yrði nýtt.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að framlengja samninginn um eitt ár.