Erindi til sveitarfélaga - fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits

Málsnúmer 1604021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12.04.2016

Í framhaldi af umfjöllun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 26. febrúar sl. um heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnarmanna til þess hvort þeir telji æskilegt að hafin verði formleg vinna við að endurskipuleggja starfsemi heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga á þann hátt sem fram kemur í erindinu.

Í niðurlagi bréfsins kemur fram beiðni um skrifleg viðbrögð við þessu erindi, fyrir 15. maí nk.

Lagt fram til kynningar og vísað til félagsmálanefndar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 98. fundur - 29.04.2016

Félagsmálanefnd fellst á þau sjónarmið sem fram koma í erindi Sambandsins að sveitarfélögin taki að sér aukin verkefni frá ríkinu, að því tilskyldu að fjármagn fylgi með í samræmi við umfangið.