Skóladagatal 2016 - 2017

Málsnúmer 1603149

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 02.05.2016

Á fundinn mættu Jónína Magnúsdóttir skólastjóri grunnskólans, Mundína Kristinsdóttir, fulltrúi starfsmanna, í forföllum Sigurlaugar Guðjónsdóttur og Hugborg Inga Harðardóttir fullltrúi foreldra.

Vegna dagsetningar á haustfundi KSNV 7. október verður að færa skipulagsdag grunnskólans sem áður hafði verið skipulagður 16. september. Leikskólinn verður að halda þessum degi, 16. september, þar sem búið er að skipuleggja fræðslu á vegum MMS um læsistefnu og í samvinnu við Dalvíkurbyggð.
Nefndin samþykkir breytingu á skóladagatali.
Nefndin leggur til að komið verði á föstum forvarnardegi þar sem m.a. verði farið yfir viðbragðsáætlun í samgöngumálum á milli byggðarkjarna.