Aðstaða í íþróttahúsinu á Siglufirði

Málsnúmer 1603145

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 05.04.2016

Tekið fyrir erindi Óskars Þórðarssonar, dagsett 30. mars 2016, varðandi betrumbót á aðstöðu í íþróttahúsinu á Siglufirði til körfuknattleiksæfinga fyrir börn á grunnskólaaldri.

Bæjarráð samþykkir að óskar eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála á erindinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 01.06.2016

Á 439. fundi bæjarráðs, 5. apríl 2016, var tekið fyrir erindi Óskars Þórðarsonar, dagsett 30. mars 2016, varðandi betrumbót á aðstöðu í íþróttahúsinu á Siglufirði til körfuknattleiksæfinga fyrir börn á grunnskólaaldri.

Bæjarráð samþykkti að óskar eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála á erindinu.

Umsögn lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að fela íþrótta- og tómastundafulltrúa að láta lagfæra fyrirliggjandi körfuspjöld og bæta við kennslutækjum.
Kaup á nýjum körfuspjöldum með rafmagnsmótor er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.