Rekstur golfvallar að Hóli, Siglufirði

Málsnúmer 1603118

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 05.04.2016

Tekið fyrir erindi Golfklúbbs Siglufjarðar, dagsett 23. mars 2016, þar sem þess er óskað, í ljósi tafa við framkvæmdir á nýjum golfvelli að endurskoðuð verði rekstrarupphæð fyrir árið 2016. Einnig kemur fram að fyrirséð sé að nýta þarf golfvöllinn að Hóli næstu tvö sumur.

Bæjarráð samþykkir að hækka rekstrarupphæð í 1600 þúsund vegna 2016, en telur að í ljósi þess að reiðstígur verður lagður um golfvöllinn á komandi hausti að ekki verði um frekari rekstrarframlag að ræða.

Bæjarráð vísar ofangreindri samþykkt til viðauka við fjárhagsáætlun 2016.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 02.05.2016

Lagður fram samingur við Golfklúbb Siglufjarðar vegna reksturs á golfvellinum við Hól. Nefndin leggur til við bæjarráð að hann verði samþykktur.

Guðný Kristinsdóttir mætti á fundinn 17:20

Haukur Sigurðsson vék af fundi kl. 17:30

Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10.05.2016

Á 28. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 2. maí 2016, var lagður fram samningur við Golfklúbb Siglufjarðar vegna reksturs á golfvellinum við Hól. Nefndin lagði til við bæjarráð að hann yrði samþykktur.

Bæjarráð telur að breyta þurfi 7. grein. Samningur gildi til 1. september 2016 þar sem fyrir liggur að leggja þurfi reiðstíga um svæðið í haust og völlurinn því ekki nothæfur eftir það.

Bæjarráð samþykkir rekstrarsamning svo breyttan og felur bæjarstjóra að undirrita.