Áskorun um bætt umferðaröryggi skólabarna í Fjallabyggð

Málsnúmer 1603022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 08.03.2016

Lögð fram til kynningar áskorun stjórnar Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar, dagsett 2. mars 2016, þar sem skorað er á bæjarstjórn Fjallabyggðar að standa betur að öryggismálum gangandi grunnskólabarna til og frá tónskóla á skólatíma.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

Einnig kynnt ályktun af fundi foreldra nemenda í Grunnskóla Fjallabyggðar 25. febrúar 2016, þar sem skorað er á Vegagerðina að koma upp vindhraðamæli sem allra fyrst á Saurbæjarásnum í Siglufirði.
Bæjarráð vísar í minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar frá fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar 2. mars 2016.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16.03.2016

Lögð fram til kynningar áskorun stjórnar Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar, dagsett 2. mars 2016, þar sem skorað er á bæjarstjórn Fjallabyggðar að standa betur að öryggismálum gangandi grunnskólabarna til og frá tónskóla á skólatíma.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

Nefndin bendir á að samkvæmt umferðaröryggisáætlun Fjallabyggðar þá er fyrirhugað að setja upp hraðatakmarkandi þrengingar á þjóðveginn í gegnum báða byggðarkjarna. Nefndin bendir á mikilvægi þess að framkvæmdum við gönguleiðir hjá grunnskólanum við Tjarnarstíg verði lokið í sumar.