Ósk um stuðning við Nótuna - uppskeruhátíð tónlistarskóla í formi styrktarlínu

Málsnúmer 1603010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 08.03.2016

Aðstandendur Nótunnar - uppskeruhátíðar tónlistarskóla fara þess á leit við bæjarfélagið í erindi sínu dagsett 3. mars 2016 að það veiti Nótunni 2016 stuðning í formi styrktarlínu, og taka þar með þátt í að efla samhljóm NÓTUNNAR, á sínu svæði sem og á landsvísu.

Hátíðin, sem nú verður haldin í sjöunda sinn, er talinn víðtækasta samstarfsverkefni sem stofnað hefur verið til í tónlistarskólakerfinu, "grasrót tónlistarsköpunar" á landinu.

Fernir svæðistónleikar Nótunnar eru haldnir út um land og lokahátíð Nótunnar á landsvísu er haldin í Hörpu.

Stuðningsbeiðni er að upphæð 35.000 kr.

Bæjarráð samþykkir styrkbeiðni.