Fyrirspurn varðandi niðurgreiðslur frístunda

Málsnúmer 1601103

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 02.02.2016

Lagt fram til kynningar svar við fyrirspurn Velferðarráðuneytis um kostnað vegna niðurgreiðslu frístunda hjá sveitarfélögum sem eru með 1.000 íbúa eða fleiri.

Í Fjallabyggð fá rúmlega 300 einstaklingar útgefin frístundakort.

Í svari íþrótta- og tómstundafulltrúa kemur m.a. fram að hlutfall barna sem nýtir sér frístundakort er um 72%. Frístundakort í Fjallabyggð eru gefin út fyrir aldurinn 4 - 18 ára. Upphæðin er 9.000 á hvern einstakling og er leyfilegt að færa styrkinn á milli systkina.