Nýting hafnarmannvirkja í Fjallabyggð

Málsnúmer 1601064

Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd - 13. fundur - 20.01.2016

Vísað til nefndar
Atvinnumálanefnd leggur til við hafnarstjórn og bæjarráð að farið verði af stað með vinnu þar sem kannaðir verði möguleikar á aukinni nýtingu hafnarmannvirkja í Fjallabyggð. Haldinn verði opinn fundur um nýtingu hafnarmannvirkjanna þar sem málefnið verður rætt og í kjölfarið skipaður vinnuhópur sem tekur saman og vinnur úr tillögunum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 02.02.2016

Á 13. fundi atvinnumálanefndar, 20. janúar 2016, var lagt til við hafnarstjórn og bæjarráð að farið yrði af stað með vinnu þar sem kannaðir yrðu möguleikar á aukinni nýtingu hafnarmannvirkja í Fjallabyggð. Haldinn yrði opinn fundur um nýtingu hafnarmannvirkjanna þar sem málefnið yrði rætt og í kjölfarið skipaður vinnuhópur sem tæki saman og ynni úr tillögunum.

Bæjarráð samþykkir að fela atvinnumálanefnd að vinna málið markvisst og ýtarlegar áður en bæjarráð tekur málið til umfjöllunar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15.02.2016

Á 13. fundi atvinnumálanefndar, 20. janúar 2016, var lagt til við hafnarstjórn og bæjarráð að farið yrði af stað með vinnu þar sem kannaðir yrðu möguleikar á aukinni nýtingu hafnarmannvirkja í Fjallabyggð. Haldinn yrði opinn fundur um nýtingu hafnarmannvirkjanna þar sem málefnið yrði rætt og í kjölfarið skipaður vinnuhópur sem tæki saman og ynni úr tillögunum.

Lagt fram til kynningar.