Skákdagurinn 2016 - sveitarfélög hvött til að taka þátt

Málsnúmer 1601049

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19.01.2016

Lagt fram til kynningar bréf Skáksambands Íslands um Skákdag Íslands sem haldinn verður um land allt 26. janúar nk. Kjörorð skákdagins og einkunnarorð skákhreyfingarinnar er: Við erum ein fjölskylda.
Með þeim er undirstrikað að allir geta teflt, óháð kyni, aldri eða líkamsburðum.
Sveitarfélög eru hvött til að skipuleggja skákviðburði þennan dag.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra úrvinnslu erindis.