Landnemaskólinn í Fjallabyggð

Málsnúmer 1601045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19.01.2016

Í vetur er starfræktur Landnemaskóli í Fjallabyggð, fyrir innflytjendur sem hafa nokkurn grunn í íslensku og er markmið skólans að auðvelda nemendum aðlögun að íslenskum vinnumarkaði og samfélagi.

Skólinn er á vegum Símey í samstarfi við Fjallabyggð. Nemendur Landnemaskólans nú í vetur eru níu talsins, fimm íbúar á Siglufirði og fjórir frá Ólafsfirði.

Kennslan í Landnemaskólanum samanstendur af íslensku, nytsamri samfélagsfræði, upplýsingatækni, sjálfsstyrkingu og gerð færnimöppu og fer fram í húsnæði Fjallabyggðar. Samfélagsfræðikennslan er hugsuð þannig að nemendur fái góða innsýn í stofnanir og fyrirtæki í heimabyggð með heimsóknum og kynningu á því helsta sem er í boði fyrir íbúana.

Í erindi verkefnisstjóra, dagsett 11. janúar 2016, er kannað hvort Fjallabyggð sjái sér fært að bjóða nemendum í heimsókn og kynna fyrir þjónustuna sem bæjarfélagið hefur upp á að bjóða.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu deildarstjóra fræðslu- frístunda og menningarmála.