Samræming reglna, verklags og ferla um afmörkun lóða innan sveitarfélaga þar sem er að finna mannvirki á vegum orkufyrirtækja

Málsnúmer 1601030

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 427. fundur - 12.01.2016

Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 8. janúar 2016, er varðar að hefja vinnu við að samræma reglur, verklag og ferla um afmörkun lóða innan sveitarfélaganna þar sem væru að finna mannvirki á vegum orkufyrirtækja. Fram kemur að það er samdóma álit forsætisráðuneytisins, Þjóðskrár Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem koma munu að þessari vinnu, að fyrir liggi skýr stefna um það hvernig haga skuli afmörkun lóða innan sveitarfélaga þar sem er að finna mannvirki, stíflur, stöðvarhús og lón á vegum orkufyrirtækjanna. Forsætisráðuneytið mun hefja vinnuna og halda utan um verkefnið.

Þess er óskað að sveitarfélögin kynni sér meðfylgjandi erindi. Athugasemdir þurfa að hafa borist Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir 1. mars 2016.

Bæjarráð vísar erindi til umsagnar deildarstjóra tæknideildar.