Fulltrúatilnefning í Legatsjóð Jóns Sigurðssonar

Málsnúmer 1512030

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22.12.2015

Lagt fram bréf Legatsjóðs Jóns Sigurðssonar til sveitarfélaganna við Eyjafjörð, dagsett 16. desember 2015.

Erindið varðar breytingu á skipulagsskrá sjóðsins og tilnefningu sveitarfélaganna á sameiginlegum fulltrúa í stjórn sjóðsins.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu Eyþings.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21.03.2016

Í erindi Sýslumanns Norðurlands eystra, 15. mars 2016, er ítrekuð ósk um upplýsingar um afgreiðslu á erindi dags. 16. desember 2015 varðandi tilnefningu sveitarfélaga í stjórn Legatsjóðs Jóns Sigurðssonar.

Á 425. fundi bæjarráðs, 22. desember 2015, var samþykkt að vísa erindinu til afgreiðslu Eyþings.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ítreka þá beiðni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 456. fundur - 26.07.2016

Á 425. fundi bæjarráðs, 22. desember 2015, var samþykkt að vísa fulltrúatilnefningu sveitarfélaga í stjórn Legatsjóðs Jóns Sigurðssonar til afgreiðslu Eyþings.

Bæjarráð telur réttara að Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar taki málið að sér.