Framlenging á samstarfssamningi við Markaðsstofu Norðurlands

Málsnúmer 1512027

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22.12.2015

Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands fer þess á leit við Fjallabyggð í erindi dagsettu 9. desember 2015, að samningur við MN verði endurnýjaður til þriggja ára eða til ársloka 2016.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að framkvæmdastjóri MN komi á fund bæjarráðs og kynni verkefni og starfsemi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 05.01.2016

Á 425. fundi bæjarráðs, 22. desember 2015, var tekið til umfjöllunar erindi framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands um endurnýjun samnings til þriggja ára eða til ársloka 2018.

Bæjarráð samþykkti að óska eftir því að framkvæmdastjóri MN kæmi á fund bæjarráðs og kynnti verkefni og starfsemi.

Á fund bæjarráðs kom Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og kynnti verkefni og starfsemi.

Bæjarráð samþykkir endurnýjun samnings við Markaðsstofu Norðurlands.