Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015

Málsnúmer 1512006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 126. fundur - 20.01.2016

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Á 195. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, 4. desember 2015, var tekin fyrir athugasemd Báss ehf við auglýsta breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028. Forsvarsmenn Báss ehf. mættu á fund nefndarinnar til að gera betur grein fyrir athugasemd sinni.
    Nefndin taldi nauðsynlegt að málið yrði skoðað nánar og óskaði eftir aðkomu bæjarstjóra og bæjarráðs þar að lútandi.

    Á fund bæjarráðs mættu Valtýr Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður og deildarstjóri tæknideildar, Ármann V. Sigurðsson.

    Valtýr Sigurðsson lagði fram minnisblað um samskipti Báss ehf. og Rauðku ehf.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kalla eftir lögfræðiáliti varðandi málið.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 425. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Á 195. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, 4. desember 2015, var tekin fyrir athugasemd Báss ehf við auglýsta tillögu að deiliskipulagi Leirutanga. Forsvarsmenn Báss ehf. mættu á fund nefndarinnar til að gera betur grein fyrir athugasemd sinni.
    Nefndin taldi nauðsynlegt að málið yrði skoðað nánar og óskaði eftir aðkomu bæjarstjóra og bæjarráðs þar að lútandi.

    Á fund bæjarráðs mættu Valtýr Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður og deildarstjóri tæknideildar, Ármann V. Sigurðsson.

    Valtýr Sigurðsson lagði fram minnisblað um samskipti Báss ehf. og Rauðku ehf.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kalla eftir lögfræðiáliti varðandi málið.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 425. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .3 1509094 Gjaldskrár 2016
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Lögð fram gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar 2016.
    Breyting frá 2015 er 4,5%, eins og lagt var upp með í forsendum fjárhagsáætlunar 2016.

    Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar 2016 með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Lagður fram samningur um hönnun og ráðgjöf vegna verkhönnunar á viðbyggingu og innri breytingum á leikskólanum Leikskálum, við Teiknistofuna Víðihlíð 45.

    Einnig lögð fram beiðni deildarstjóra tæknideildar, Ármanns Viðars Sigurðssonar til þess að bjóða út viðbyggingu og innri breytingu leikskólans Leikskála, Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir hönnunar- og ráðgjafarsamning við Teiknistofuna Víðhlíð 45.

    Einnig samþykkir bæjarráð að bjóða út viðbyggingu og innri breytingu leikskólans Leikskála.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum, hönnunar- og ráðgjafarsamning við Teiknistofuna Víðhlíð 45.
    Afgreiðsla 425. fundar bæjarráðs staðfest að öðru leyti á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Helga Helgadóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

    Á 424. fundi bæjarráðs, 15. desember 2015, var tekið fyrir erindi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, dagsett 24. nóvember 2015, er varðar skuldbindingu á lífeyrisshækkun vegna starfsmanns Fjallabyggðar.

    Afgreiðslu var frestað, þar til umsögn kjarasviðs Samb. ísl. sveitarfélaga lægi fyrir.

    Umsögn lögð fram.

    Í ljósi umsagnar gerir bæjarráð ekki athugasemdir er varðar skuldbindingu á lífeyrisshækkun er kemur fram í erindi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.
    Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Afgreiðsla 425. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Á 125. fundi bæjarstjórnar, 18. desember 2015, var samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum að hafna alfarið tillögum Akureyrarbæjar um þátttöku þeirra í leigugreiðslum og stofnkostnaði Menntaskólans á Tröllaskaga.

    Á 424. fundi bæjarráðs, 15. desember 2015, var lagt fram svar Akureyrarbæjar, við ósk Fjallabyggðar um þátttöku Akureyrarbæjar í leigugreiðslum og stofnkostnaði Menntaskólans á Tröllaskaga.
    Bæjarráð hafnaði tillögum Akureyrarbæjar sem fram komu í erindi og fól bæjarstjóra að vinna tillögu að gagntilboði og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

    Bæjarráð samþykkir framlagt erindi bæjarstjóra til Akureyrarbæjar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 425. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Á 423. fundi bæjarráðs, 8. desember 2015, var samþykkt að Fjallabyggð sjái um kostnað við snjóflóðaeftirlitið á skíðasvæðinu í vetur.
    Bæjarráð fól bæjarstjóra að leggja fram samning um snjóflóðaeftirlit á næsta fundi bæjarráðs.

    Lagður fram samningur um ráðgjöf vegna snjóflóðaeftirlits við Gest Hansson.

    Bæjarráð samþykkir samninginn.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum, samning við Gest Hansson.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Lagt fram minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa Hauks Sigurðssonar, vegna kaupa á öryggis- og eftirlitsmyndavélum í Sundhöllina á Siglufirði.

    Samkvæmt verðkönnun bárust tvö tilboð, annað frá Securitas og hitt frá Öryggismiðstöðinni.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Öryggismiðstöðvarinnar.
    Á fjárhagsáætlun 2015 er fjármagn til kaupa og uppsetningar á þessum búnaði.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum, að taka tilboði Öryggismiðstöðvarinnar í kaup á öryggismyndavélakerfi í Sundhöll Siglufjarðar.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Lögð fram til kynningar tillaga að viljayfirlýsingu Fjallabyggðar og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) um samstarf heimaþjónustu og heimahjúkrunar.

    Fram kemur í yfirlýsingunni m.a. að gert er ráð fyrir að Fjallabyggð leggi HSN til allt að 50% stöðugildi til að sinna sameiginlegum verkefnum heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Kostnaðarmat er kr. 2,5 mkr á árinu 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 425. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Fyrir ári síðan, eða 24. október 2014 stóðu nokkrar stofnanir fyrir námstefnu varðandi þverfaglegt samstarf í vinnu með börn og fjölskyldur.
    Námstefnuna sótti breiður hópur fagfólks sem vinnur að þjónustu við börn og fjölskyldur. Ákveðið var að stofna til vinnuhóps með það markmið að fylgja eftir hugmyndum sem fram komu á námstefnunni. Vinnuhópurinn hefur meðal annars komið sér saman um áskorun til stjórnmálamanna um að taka breska stjórnmálamenn sér til fyrirmyndar og fjárfesta í fyrsta 1001 degi í lífi barna á Íslandi.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 425. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 16. desember 2015, er varðar umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 425. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands fer þess á leit við Fjallabyggð í erindi dagsettu 9. desember 2015, að samningur við MN verði endurnýjaður til þriggja ára eða til ársloka 2016.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að framkvæmdastjóri MN komi á fund bæjarráðs og kynni verkefni og starfsemi.

    Bókun fundar Afgreiðsla 425. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Lagt fram bréf Legatsjóðs Jóns Sigurðssonar til sveitarfélaganna við Eyjafjörð, dagsett 16. desember 2015.

    Erindið varðar breytingu á skipulagsskrá sjóðsins og tilnefningu sveitarfélaganna á sameiginlegum fulltrúa í stjórn sjóðsins.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu Eyþings.
    Bókun fundar Afgreiðsla 425. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Vegna ráðningar í nýja stöðu deildarstjóra óskar umsækjandi Karítas Skarphéðinsdóttir eftir rökstuðningi og skýringum.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 425. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Hornbrekku frá 17. nóvember og 8. desember 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 425. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 833. og 834. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. nóvember og 11. desember 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 425. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.