Áhöld í íþróttahús

Málsnúmer 1511060

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 10. fundur - 09.12.2015

Ungmennaráð vill að farið verði af alvöru í endurnýjun tækja í tækjasölum Fjallabyggðar.
Ungmennaráð felur íþrótta-og tómstundafulltrúa að athuga með vír í cabelcross vél og önnur tæki.
Einnig bendir ráðið á að það vanti kennsluáhöld í íþóttasal.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 05.01.2016

Á fundi ungmennaráðs 9. des s.l. var ályktað undir liðnum áhöld í íþróttahús.

"Ungmennaráð vill að farið verði af alvöru í endurnýjun tækja í tækjasölum Fjallabyggðar.
Ungmennaráð felur íþrótta-og tómstundafulltrúa að athuga með vír í cabelcross vél og önnur tæki.
Einnig bendir ráðið á að það vanti kennsluáhöld í íþróttasal".

Bæjarstjórn vísaði þessum dagskrárlið til umfjöllunar í bæjarráði.

Lagðar fram upplýsingar frá Íþrótta- og tómstundafulltrúa, þar sem kemur fram að skipt hefur verið um vír í tæki og ákveðin kennslutæki hafi verið keypt í samráði við kennara.

Niðurstaða athugunar sem óskað var eftir af bæjarráði 17. nóvember 2015 um tækjakost og í framhaldi leigu eða kaupleigu á áhöldum verður kynnt bæjarráði á næsta fundi.