Kerfisáætlun Landsnets - fundur 10. nóvember nk.

Málsnúmer 1510119

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 416. fundur - 03.11.2015

Í september var haldinn fundur á Siglufirði, með Landsneti og fulltrúum sveitarfélaganna í Eyjafirði og Norðurlandi vestra, um kerfisáætlun Landsnets. Ákveðið var í áframhaldi að hittast á 2 mánaða fresti í vetur. Atvinnuþróunarfélögin á svæðinu myndu boða til funda.
Í samráði Atvinnuþróunarfélaganna og Landsnets hefur verið ákveðið að boða til næsta fundar þriðjudaginn 10. nóvember í Varmahlíð.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri sæki fundinn f.h. Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 08.03.2016

Í september og nóvember á síðasta ári voru haldnir fundir með Landsneti og fulltrúum sveitarfélaganna í Eyjafirði og Norðurlandi vestra, um kerfisáætlun Landsnets.

Í samráði Atvinnuþróunarfélaganna í Eyjafirði og Norðurlandi vestra og Landsnets hefur verið ákveðið að boða til næsta fundar þriðjudaginn 15. mars á Akureyri. Reiknað er með einum fulltrúa frá hverju sveitarfélagi.

Bæjarráð samþykkir að Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri verði fulltrúi Fjallabyggðar.