Niðurrekstur á þili og dýpkun - Siglufjarðarhöfn

Málsnúmer 1510035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20.10.2015

Bæjarstjóri fór yfir viðskiptaáætlun í tengslum við hafnarframkvæmdir ásamt samskiptum við Vegagerð, Innanríkisráðuneytið og ráðherra.

Áætlaður heildarkostnaður framkvæmdarinnar er 487 millj. þar af er hlutdeild hafnarsjóðs 109 millj.

Fyrir liggur reikningur fyrir efni í bryggjuþil og festingar að upphæð 79 millj. án vsk.

Bæjarráð samþykkir að heimila greiðslu á efniskaupum og vísar til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

Jafnframt samþykkir bæjarráð að vísa auknum útsvarstekjum þessa árs að upphæð 39,257 milljónum til viðauka við fjárhagsáætlun 2015, með tilvísun í staðgreiðsluáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir 2015.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 75. fundur - 21.10.2015

Fyrir liggur reikningur fyrir efni í bryggjuþil og festingar að upphæð 79 millj. án vsk.
Bæjarráð samþykkti á 413. fundi sínum að heimila greiðslu á efniskaupum og vísar til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

Einnig hefur Vegagerðin auglýst útboð á endurbyggingu á Bæjarbryggju, Siglufirði. Tilboð verða opnuð 3. nóvember 2015.

Lagt fram til kynningar.