Beiðni um aukið fjármagn 2015 og ósk um loftræstingu í skólaeldhús

Málsnúmer 1510005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 06.10.2015

Tekið fyrir erindi skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, dagsett 1. október 2015, þar sem óskað er eftir auknu fjármagni til að ráða stuðningsfulltrúa og starfskraft í lengda viðveru. Einnig er óskað eftir úrbótum í loftræstingu í skólaeldhúsi skólahúsnæðisins í Ólafsfirði.

Bæjarráð vísar úrbótum í loftræstingu í skólaeldhúsi til umsagnar deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra.

Bæjarráð samþykkir ráðningu á stuðningsfulltrúa og starfskraft í lengda viðveru til áramóta.
Bæjarráð felur skólastjóra að mæta auknum launaútgjöldum með hagræðingu í rekstri og leggja fram tillögu fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20.10.2015

Á fund bæjarráðs komu skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Jónína Magnúsdóttir og deildarstjóri tæknideildar Ármann Viðar Sigurðsson.

a. Loftræsting í skólaeldhús í Ólafsfirði.
Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar.
Þar kemur m.a. fram að heildarkostnaður við smíði og uppsetningu á háfum og kerfi fyrir stofuna sé um 4 milljónir. Á fjárhagsáætlun 2015 eru 2 milljónir í önnur verkefni sem hægt væri að nýta til verkefnisins.

Bæjarráð samþykkir að klára verkefnið fyrir áramót.
Jafnframt er viðbótarfjárhæð vísað til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

b. Hagræðing á móti ráðningu.
Á 411. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, 6. október 2015 var samþykkt ósk skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar um ráðningu stuðningsfulltrúa og starfskrafts í lengda viðveru til áramóta.
Bæjarráð fól skólastjóra að mæta launaútgjöldum með hagræðingu í rekstri og leggja fram tillögu fyrir bæjarráð.
Tillaga skólastjóra er að þar sem reikna má með meiri tekjum vegna nemenda með lögheimili í öðrum sveitarfélögum sem nemur a.m.k. kr. 1.200.000 umfram áætlun, vegi sú upphæð upp útgjaldaaukningu launa. Reiknað er með að launakostnaður við stuðningsfulltrúa í 63% starf er samtals u.þ.b. kr. 240.000 á mánuði með orlofi og launatengdum gjöldum. Launakostnaður við skólaliða í 25% starfi í lengdri viðveru er samtals u.þ.b. kr. 90.000 á mánuði með orlofi og launatengdum gjöldum.
Samtals að upphæð kr. 330.000 pr. mánuð eða samtals kr. 990.000 á árinu 2015.

Bæjarráð samþykkir tillögu skólastjóra og vísar breytingum milli deilda til viðauka við fjárhagsáætlun.