Bæjarráð Fjallabyggðar - 407. fundur - 3. september 2015

Málsnúmer 1509001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 09.09.2015

  • .1 1412020 Skipurit
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 407. fundur - 3. september 2015 Undir þessum dagskrárlið vék Helga Helgadóttir D-lista af fundi og í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.

    Fyrirhugaðar skipuritsbreytingar teknar til umræðu.

    Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála kynnti umsögn um launakostnað og samanburðartölur og vék síðan af fundi undir þessum dagskrárlið.
    Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa fundarliðar.
    Afgreiðsla 407. fundar bæjarráðs staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 407. fundur - 3. september 2015 Lögð fram til kynningar tillaga að viðbyggingu og innri breytingum á núverandi húsi leikskólans við Brekkugötu á Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til úrvinnslu í skipulags- og umhverfisnefnd.
    Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Gunnar I. Birgisson og Steinunn María Sveinsdóttir.
    Afgreiðsla 407. fundar bæjarráðs staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 407. fundur - 3. september 2015 Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um tjón bæjarsjóðs vegna vatnstjóns á götum, fráveitukerfi, bílastæðum og gangstéttum, 28. og 29. ágúst s.l..

    Bæjarstjóri mun gera bæjarráði grein fyrir kostnaði bæjarsjóðs við endurbætur og hreinsun, á næsta bæjarráðsfundi.

    Bæjarráð harmar einhliða afstöðu Viðlagatryggingar Íslands, sem kemur fram í minnisblaði til bæjarstjórnar, dagsett 1. september 2015.
    Bókun fundar Til máls tók bæjarstjóri Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 407. fundar bæjarráðs staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 407. fundur - 3. september 2015 Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um að eitt tjón hafi orðið á húsi við Hlíðarveg í Ólafsfirði og tryggingarfélag húseigenda hefur þegar ákveðið að bæta tjónið.

    Nýgerð frárennslislögn frá tjörn í miðbæ Ólafsfjarðar sannaði ágæti sitt í þessum flóðum.

    Önnur tjón í Ólafsfirði vegna vatnsflóða voru óveruleg.
    Bókun fundar Afgreiðsla 407. fundar bæjarráðs staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 407. fundur - 3. september 2015 Aðalfundur Eyþings verður haldinn í Félagsheimilinu Hlíðarbæ, Hörgársveit dagana 9. og 10. október nk.

    Fulltrúar Fjallabyggðar eru:
    Gunnar I. Birgisson
    Sigríður Guðrún Hauksdóttir (D)
    Sólrún Júlíusdóttir (B)
    Steinunn María Sveinsdóttir (S)

    Varamenn
    Helga Helgadóttir (D)
    Hilmar Þór Elefsen (S)
    Jón Valgeir Baldursson (B)
    Magnús Jónasson (F)
    Bókun fundar Afgreiðsla 407. fundar bæjarráðs staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 407. fundur - 3. september 2015 Tekin fyrir fyrirspurn Byggðastofnunar, dagsett 31. ágúst 2015, um áhrif innflutningsbanns Rússa á Fjallabyggð.

    Byggðastofnun í samvinnu við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, er að skilgreina og reikna út áhrif innflutningsbanns Rússa en ætla má að vinnsla og útflutningur sjávarfangs til Rússlands hafi bein áhrif á mörg hundruð störf í landinu.

    Verið er að leita til sveitarstjóra þeirra byggðalaga sem eru í Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga.

    Spurt er hvort bannið hafi áhrif á byggðarlagið.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
    Bókun fundar Til máls tók bæjarstjóri Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 407. fundar bæjarráðs staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 407. fundur - 3. september 2015 Í bréfi Menntamálastofnunar, dagsett 24. ágúst 2015, er óskað eftir svörum við fyrirspurn um undanþágur og fjarvistir í samræmdum könnunarprófum haustið 2014.

    Bæjarráð felur skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar að veita umsögn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 407. fundar bæjarráðs staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 407. fundur - 3. september 2015 Lagður fram til kynningar, Þjóðarsáttmáli um læsi, samningur Fjallabyggðar og ríkisins, sem undirritaður var 31. ágúst 2015 af bæjarstjóra Fjallabyggðar, Gunnari I. Birgissyni, mennta- og menningarmálaráðherra, Illuga Gunnarssyni og fulltrúa landssamtaka foreldra, Heimilis og skóla, Hugborgu I. Harðardóttur.

    Bæjarráð fagnar átakinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 407. fundar bæjarráðs staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 407. fundur - 3. september 2015 Bókun fundar Afgreiðsla 407. fundar bæjarráðs staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.