Áhrif innflutningsbanns Rússa á Fjallabyggð

Málsnúmer 1508083

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 407. fundur - 03.09.2015

Tekin fyrir fyrirspurn Byggðastofnunar, dagsett 31. ágúst 2015, um áhrif innflutningsbanns Rússa á Fjallabyggð.

Byggðastofnun í samvinnu við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, er að skilgreina og reikna út áhrif innflutningsbanns Rússa en ætla má að vinnsla og útflutningur sjávarfangs til Rússlands hafi bein áhrif á mörg hundruð störf í landinu.

Verið er að leita til sveitarstjóra þeirra byggðalaga sem eru í Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga.

Spurt er hvort bannið hafi áhrif á byggðarlagið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.