Fyrirspurn um undanþágur og fjarvistir í samræmdum könnunarprófum

Málsnúmer 1508056

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 407. fundur - 03.09.2015

Í bréfi Menntamálastofnunar, dagsett 24. ágúst 2015, er óskað eftir svörum við fyrirspurn um undanþágur og fjarvistir í samræmdum könnunarprófum haustið 2014.

Bæjarráð felur skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar að veita umsögn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28.09.2015

Á 407. fundi bæjarráðs, 3. september 2015, var tekið fyrir bréf Menntamálastofnunar, vegna fyrirspurnar um undanþágur og fjarvistir í samræmdum könnunarprófum haustið 2014.

Bæjarráð fól skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar að veita umsögn.

Lagt fram til kynningar svar skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, Jónínu Magnúsdóttur til Menntamálastofnunar, dagsett 11. september 2015. Þar kemur fram að rangfærsla sé í skýrslu Menntamálastofnunar um mætingu í samræmd próf í 4. bekk. Leiðréttingu var komið á framfæri við Menntamálastofnun s.l. vetur eftir að skýrsla með þessum upplýsingum var birt á vef stofnunarinnar. Skólastjóri telur að þátttaka nemenda í 4. bekk í samræmdum könnunarprófum haustið 2014 hafi verið með eðlilegu móti.