Tippur fyrir grófan úrgang á Siglufirði

Málsnúmer 1507024

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 186. fundur - 13.07.2015

Lögð fram tillaga deildarstjóra tæknideildar að nýrri staðsetningu jarðvegstippa fyrir grófan úrgang við Selgil á Siglufirði. Núverandi staðsetning er á suðurhluta Leirutanga og verður því svæði lokað.

Nefndin samþykkir tillöguna.