Leiguíbúðir Fjallabyggðar, stefnumótun

Málsnúmer 1505069

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 29.05.2015

Deildarstjóri fjölskyldudeildar lagði fram minnisblað varðandi stefnumótun um rekstur leiguíbúða Fjallabyggðar. Málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 03.09.2015

Á 89. fundi félagsmálanefndar, 29. maí 2015, lagði deildarstjóri fjölskyldudeildar fram minnisblað varðandi stefnumótun um rekstur leiguíbúða Fjallabyggðar. Nefndin samþykkti að málið yrði áfram til umfjöllunar á næsta fundi.

Varðandi áframhaldandi vinnu máls þarf að taka eftirtalin atriði til skoðunar:

a) Mat á þörf fyrir fjölda leiguíbúða.
Nefndin leggur til að haldið verði áfram sölu íbúða.

b) Tillögu um hvaða húseignir verða settar í söluferli.
Nefndin telur að rétt að bæjarfélagið stefni að því til framtíðar að eiga eftirtaldar húseignir:
Hvanneyrarbraut 42 Siglufirði 8 íbúðir
Ólafsveg 32 Ólafsfirði 8 íbúðir
Hlíðarvegur 45-47 Siglufirði 29 íbúðir.

c) Endurskoðun á reglum um úthlutun leiguíbúða
Fjallabyggðar.
Nefndin telur eðlilegt að úthlutunarreglur séu í reglulegri endurskoðun.

d) Endurmat á leiguverði.
Nefndin vísar ákvörðun um endurmat á leiguverði til fjárhagsáætlunargerðar.

e) Mat á viðhaldsþörf húseigna.
Nefndin telur rétt að við gerð fjárhagsáætlunar verði sett aukið fjármagn til viðhalds húseigna Íbúðasjóðs.