Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 69. fundur - 27. apríl 2015

Málsnúmer 1504010F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 115. fundur - 30.04.2015

Hafnarstjóri, Gunnar Ingi Birgisson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 69. fundur - 27. apríl 2015 Lagður fram verksamningur við Hagtak hf vegna dýpkunarverkefna við höfnina á Siglufirði. Heildarkostnaður er 6.944.444 án vsk. samkvæmt samningnum.
    Hafnarstjórn samþykkir framlagðan samning samhljóða.
    Bókun fundar Til máls tóku Brynja Hafsteinsdóttir og Gunnar I. Birgisson.
    Bæjarstjórn samþykkti samhljóða samning við Hagtak hf. um dýpkun í Siglufjarðarhöfn.
  • .2 1401114 Flotbryggjur
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 69. fundur - 27. apríl 2015 Yfirhafnarvörður óskar eftir að fá heimild til þess að nýta þrjár einingar af fráfarandi flotbryggju í Ólafsfirði. Ætlunin er að staðsetja þær við bryggjukantinn sem liggur þvert á vesturkant í smábátahöfn. Áætlaður kostnaður er 600.000,-.
    Hafnarstjórn frestar málinu og felur deildarstjóra tæknideildar að fá tilboð í uppsetningu og leggja fyrir næsta fund hafnarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar hafnarstjórnar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 69. fundur - 27. apríl 2015 Landaður afli á tímabilinu 1. janúar 2015 til 27. apríl 2015.
    Siglufjörður 5767 tonn í 470 löndunum.
    Ólafsfjörður 317 tonn í 232 löndunum.
    Samanburður við sama tíma fyrir árið 2014 er.
    Siglufjörður 4548 tonn í 440 löndunum.
    Ólafsfjörður 132 tonn í 201 löndunum.
    Lagt fram til kynningar
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar hafnarstjórnar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 69. fundur - 27. apríl 2015 Bókun Skipulags- og umhverfisnefndar:
    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir staðsetningu olíutanka á Óskarsbryggju en bendir á að uppdrættir af fyrirkomulagi mengunarvarna þurfa að berast byggingarfulltrúa áður en af framkvæmdinni verður, í samræmi við 7.gr reglugerðar um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi, nr. 35/1994.

    Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og yfirhafnarverði að skrifa bréf til olíufélaganna þar sem þeim er gefinn frestur til 1. júlí til þess að færa olíutanka að tilgreindu svæði við Óskarsbryggju. Einnig er þeim falið að kynna notendum um breyttan afgreiðslustað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar hafnarstjórnar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 69. fundur - 27. apríl 2015 Á fundi hafnarstjórnar þann 13. apríl sl. var til umræðu umgengni á hafnarsvæðum í Fjallabyggð. Fól hafnarstjórn hafnarstjóra, deildarstjóra tæknideildar og yfirhafnarverði að koma með tillögu að umgengni og fyrirkomulagi gáma við hafnarsvæði Fjallabyggðar. Ljóst er að umgengi um hafnar- og atvinnusvæði í Fjallabyggð má vera betra og því eru eigendur veiðarfæra, járnadóts, vélarhluta og annarra lausamuna sem eru og hafa verið í hirðuleysi á þessum svæðum beðnir um að fjarlægja þetta dót fyrir 1. júní 2015. Eftir þann tíma verður því sem ekki hefur verið fjarlægt af eigendum eða umráðafólki fargað á kostnað eigenda.

    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Ríkharður Hólm Sigurðsson.
    Afgreiðsla 69. fundar hafnarstjórnar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 69. fundur - 27. apríl 2015 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar hafnarstjórnar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 69. fundur - 27. apríl 2015 Fundargerð 374. fundar lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar hafnarstjórnar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.