Sorphirðumál í Fjallabyggð

Málsnúmer 1503023

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10.03.2015

Lagt fram til kynningar minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar frá fundi með forstjóra Íslenska gámafélagsins, en ÍG sér um sorphirðu í Fjallabyggð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17.03.2015

Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson.

Lagðar fram tillögur Íslenska gámafélagsins er miða að aukinni flokkun til endurvinnslu í Fjallabyggð með það að markmiði að draga úr urðun úrgangs og auka endurvinnslu.
Einnig er gerð tillaga um að auka tíðni tunnulosana í sveitarfélaginu.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að leggja fyrir bæjarráð tillögu að nýju sorphirðudagatali.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 385. fundur - 24.03.2015

Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson.

Teknar til umfjöllunar tillögur Íslenska gámafélagsins vegna aukinnar tíðni tunnulosana í bæjarfélaginu úr 43 í 47 p/ár og kynningar á flokkunarkerfinu með heimsókn í öll hús í bæjarfélaginu í maí.
Kostnaður er áætlaður um 3 milljónir.

Með aukinni flokkun næst fram sparnaður í kostnaði við urðun sorps.

Bæjarráð hvetur íbúa til að auka flokkun sorps, því ljóst er að sorphirðugjald stendur engan veginn undir kostnaði við sorphirðu og förgun.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2015.