Flugklasinn Air 66N - Yfirlit 2011-2014

Málsnúmer 1503006

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10.03.2015

Lagt fram erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett 25. febrúar 2015, um starf Flugklasans Air 66N á Norðurlandi.
Markmið klasans er að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring til framtíðar.
Stofnaðilar 2011, voru yfir 20 ferðaþjónustufyrirtæki og 10 sveitarfélög á Norðurlandi.

Óskað er eftir aðkomu bæjarfélagsins að þessu verkefni og framlagi sem nemur 300 kr. á hvern íbúa á ári í 3 ár, 2015-2017.

Bæjarráð óskar eftir að fulltrúi Flugklasans Air 66N á Norðurlandi komi á fund bæjarráðs og kynni verkefnið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17.03.2015

Í tengslum við erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett 25. febrúar 2015, um starf Flugklasans Air 66N á Norðurlandi, óskaði bæjarráð á 383. fundi sínum eftir kynningu á verkefninu.

Á fund bæjarráðs mætti fulltrúi Flugklasa Air 66N, Hjalti Páll Þórarinsson og kynnti verkefnið.

Markmið klasans er að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring til framtíðar.

Óskað er eftir aðkomu bæjarfélagsins að þessu verkefni og framlagi sem nemur 300 kr. á hvern íbúa á ári í 3 ár, 2015-2017.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu.
Árlega verði bæjarfélaginu gerð grein fyrir stöðu verkefnisins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28.09.2015

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir starf klasans fyrstu átta mánuði ársins. Þar er farið yfir helstu verkefni og árangur sem náðst hefur.