Fasteignagjöld 2015

Málsnúmer 1502001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 03.02.2015

Fyrir bæjarráði liggur minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála í sex liðum um fasteignagjöld 2015, álagningu þeirra, álagningarprósentur, afsláttarreglur og vanskilainnheimtu.
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2015 samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi álagningarprósentur og gjöld:
Fasteignaskattur skv. a.lið 0,49%
Fasteignaskattur skv. b.lið 1,32%
Fasteignaskattur skv. c.lið 1,65%
Lóðaleiga 1,90%
Lóðaleiga fyrirtækja 3,50%
Vatnsskattur 0,35%
Holræsagjald 0,36%
Sorphirðugjald 33.350 kr. (var 32.700)
Hálft sorphirðugjald hefur verið lagt á eigendur sumarhúsa á skipulögðum frístundasvæðum.

Bæjarráð samþykkir að tekjuviðmið í afsláttarrelgum fyrir tekjulága elli- og örorkulífeyrisþega sem eiga lögheimili í Fjallabyggð hækki milli ára um 2%.
Einnig að afsláttarþrep verði fjögur í stað ellefu.
100%, 75%, 50% og 25% af fasteignaskatti.
Hámarksafsláttur verður 56.000.

Viðmið verða þá fyrir eintaklinga:
100% afsláttur af fasteignaskatti tekjuviðmið 1.761.000
75% afsláttur af fasteignaskatti tekjuviðmið 2.123.000
50% afsláttur af fasteignaskatti tekjuviðmið 2.474.000
25% afsláttur af fasteignaskatti tekjuviðmið 2.816.000

Viðmið verða þá fyrir hjón/sambýlisfólk
100% afsláttur af fasteignaskatti tekjuviðmið 2.641.000
75% afsláttur af fasteignaskatti tekjuviðmið 3.169.000
50% afsláttur af fasteignaskatti tekjuviðmið 3.697.000
25% afsláttur af fasteignaskatti tekjuviðmið 4.225.000

Bæjarráð Fjallabyggðar - 379. fundur - 10.02.2015

Undir þessum dagskrárlið vék Steinunn María Sveinsdóttir og í hennar stað kom Kristjana R. Sveinsdóttir.
Sólrún Júlíusdóttir vék einnig af fundi undir þessum dagskrárlið.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála um verðkönnun á kröfuinnheimtu fasteignagjalda 2015.
Þar kemur fram að Arion banki og Afl Sparisjóður tóku þátt í verðkönnunni.

Bæjarráð samþykkir að taka lægra tilboðinu sem var frá AFL-Sparisjóði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24.02.2015

Undir þessum dagskrárlið viku af fundi Steinunn María Sveinsdóttir og Sólrún Júlíusdóttir. Kristjana R. Sveinsdóttir tók sæti Steinunnar.
Lagt fram bréf útibússtjóra Arion banka í Fjallabyggð, dagsett 20. febrúar 2015, þar sem athugasemd er gerð við verðkönnun vegna kröfuinnheimtu fasteignagjalda.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að leggja fyrir næsta bæjarráðsfund tillögu að svari við athugasemdum við verðkönnun.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 03.03.2015

Undir þessum dagskrárlið viku af fundi Steinunn María Sveinsdóttir og Sólrún Júlíusdóttir. Kristjana R. Sveinsdóttir tók sæti Steinunnar.

Á 381. fundi bæjarráðs, 24. febrúar 2015, var lagt fram bréf útibússtjóra Arion banka í Fjallabyggð, dagsett 20. febrúar 2015, þar sem athugasemd er gerð við verðkönnun vegna kröfuinnheimtu fasteignagjalda.

Bæjarráð samþykkti að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að leggja fyrir næsta bæjarráðsfund tillögu að svari við athugasemdum við verðkönnun.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari við athugasemdum.