Sorphirða í Fjallabyggð 2015 athugasemdir

Málsnúmer 1501013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 03.02.2015

Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson.

Farið var yfir þau atriði sem betur mega fara í sorphirðumálum bæjarfélagsins.
Kynnt frávik frá sorphirðudagatali í desember og byrjun janúar og athugasemdir sem hafa borist frá íbúum.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að ræða við Íslenska gámafélagið og leita leiða að betri skilvirkni í sorphirðu í bæjarfélaginu.
Íbúar verði upplýstir um frávik frá sorphirðudagatali.