Aukning hlutafjár í Greiðri leið ehf

Málsnúmer 1412023

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 371. fundur - 09.12.2014

Eins og kveðið er á um í lánasamningi Vaðlaheiðarganga hf. og ríkisins þá ber Greiðri leið ehf. að auka hlut sinn um 40 m.kr. ár hvert á árabilinu 2013 - 2017 eða um 200 m.kr.
Með tilkynningu og áskriftarblaði eru lagðar fram upplýsingar um forkaupsrétt hluthafa að Greiðri leið ehf.
Hlutur Fjallabyggðar er kr. 21.185.

Bæjarráð samþykkir hlutafjáraukninguna samhljóða.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 375. fundur - 20.01.2015

Í bréfi Greiðrar leiðar ehf til hluthafa, dagsett 13. janúar 2015, er óskað eftir áskrift að því hlutafé sem var óselt um áramót, þannig að staðið verði við lánasamning Vaðlaheiðarganga og ríkisins án þess að reyna þurfi á ábyrgð Akureyrarbæjar.

Forkaupsréttur Fjallabyggðar í óseldum hlutum er kr. 11.525.

Bæjarráð samþykkir hlutafjáraukninguna samhljóða.