Fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018 - Umsóknir vegna verkefna í hafnargerð og sjóvörnum

Málsnúmer 1410017

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 06.11.2014

Lagðar fram tillögur og upplýsingar frá yfirhafnarverði um framkvæmdir í samgönguáætlun fyrir árin 2015 - 2018.
Hafnarstjórn leggur áherslu á að endurnýjun Hafnarbryggju fari fram á næstu árum sem og framkvæmdir við stálþil og kant við innri höfnina á Siglufirði.
Áætlaður kostnaður getur verið um 600 m.kr. fyrir Hafnarbryggju og um 330 m.kr. fyrir innri höfnina á Siglufirði. Einnig kom fram að endurbyggja þarf norður kant loðnubryggju á Ólafsfirði og er áætlaður kostnaður um 45 m.kr.

Hafnarstjórn leggur áherslu á að Hafnarbryggja verði tekin inn í samgönguáætlun 2015 -2018.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 68. fundur - 13.04.2015

Lögð fram ósk Vegagerðar um fjármögnun á framkvæmd á hlut bæjarfélagsins við endurnýjun Hafnarbryggju og dýpkunar.

Hafnarstjórn bókar eftirfarandi:

Hafnarstjórn staðfestir að hafnarsjóður sé tilbúinn að standa við skuldbindingu sína vegna framkvæmda sem listaðar eru hér að ofan.

Samþykkt hafnarstjórnar er gerð með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Fjallabyggðar.

Handbært fé hafnarsjóðs frá rekstri á fjárfestingartímabilinu 2013-2017:

2013 43,7 millj.
2014 49,9 millj.
2015 52,5 millj. áætlun
2016 53,6 millj. áætlun
2017 58,9 millj. áætlun.

Einu skuldir hafnarsjóðs í árslok 2014 eru lífeyrisskuldbindingar að upphæð 37 millj.

Heimildir ársreikningur Hafnarsjóðs Fjallabyggðar og fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2015 - 2018.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 84. fundur - 26.09.2016

Lögð fram til kynningar breytingartillaga meirihluta samgöngunefndar á samgönguáætlun 2015 - 2018.

Hafnarstjórn fagnar framkomnum tillögum í samgönguáætlun 2015 - 2018, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir 320 milljónum (án vsk) frá Hafnarbótasjóði til endurbyggingar Bæjarbryggju.