Endurnýjun rekstrarsamnings Síldarminjasafns Íslands og Fjallabyggðar

Málsnúmer 1409045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16.09.2014

Steinunn setti fund, en vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Kristjana R. Sveinsdóttir tók hennar sæti. Varaformaður stjórnaði fundi.
Lagt fram bréf dags. 10. september undirritað af formanni safnastjórnar og safnstjóra. Í bréfinu er upptalin sú þjónusta sem safnið veitir á móti árlegum styrk frá bæjarfélaginu.
Núverandi samningur gildir til 31.12.2014 og vísa bréfritarar til svarbréfs bæjarstjórnar frá síðasta ári en þar kemur fram að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 skuli taka samninginn til endurskoðunar með tilliti til endurnýjunar.

Bæjarráð þakkar framkomnar skýringar og ábendingar.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar og til umfjöllunar markaðs - og menningarnefndar.

Kristjana R. Sveinsdóttir vék af fundi og Steinunn María Sveinsdóttir tók við stjórn.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23.10.2014

355. fundur bæjarráðs vísaði þessu erindi til umfjöllunar í markaðs og menningarnefnd.

Lagt fram bréf dags. 10. september undirritað af formanni safnastjórnar og safnstjóra. Í bréfinu er upptalin sú þjónusta sem safnið veitir á móti árlegum styrk frá bæjarfélaginu.
Núverandi samningur gildir til 31.12.2014 og vísa bréfritarar til svarbréfs bæjarstjórnar frá síðasta ári en þar kemur fram að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 skuli taka samninginn til endurskoðunar með tilliti til endurnýjunar.

Markaðs- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að gerður verði samningur til lengri tíma, en verið hefur.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 03.03.2015

Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Lagður fram til kynningar undirritaður rekstrarsamningur Fjallabyggðar og Síldarminjasafns Íslands ses. fyrir árin 2015 og 2016.

Fjallabyggð leggur árlega fram fasta fjárveitingu í þeim tilgangi að tryggja rekstur sjálfseignarstofnunarinnar og er fyrst og fremst fólginn í því að annast og reka Síldarminjasafn Íslands eins og lýst er í skipulagsskrá stofnunarinnar. Þar má nefna söfnun, varðveislu og rannsóknir á menningarsögulegum minjum og að auðvelda almenningi aðgang og kynni af þeim.

Allir íbúar með lögheimili í Fjallabyggð fá frían aðgang að safninu og sýningum þess.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20.09.2016

Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi undir þessu máli.
Lagt fram erindi frá Síldarminjasafni Íslands, dagsett 8. september 2016, vegna endurnýjunar á rekstrarsamningi milli þess og bæjarfélagsins.

Óskað er eftir fundi með forsvarsmönnum bæjarfélagsins í byrjun október til þess að fara yfir núverandi samning og ræða endurnýjun hans.

Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11.10.2016

Safnstjóri, Aníta Elefsen mætir á fundinn.
Á 466. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, 20. september 2016, var tekið fyrir erindi frá Síldarminjasafni Íslands, dagsett 8. september 2016, vegna endurnýjunar á rekstrarsamningi milli þess og bæjarfélagsins. Óskað var eftir fundi með forsvarsmönnum bæjarfélagsins í byrjun október til þess að fara yfir núverandi samning og ræða endurnýjun hans.
Bæjarráð samþykkti að verða við erindinu.
Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið og Hilmar Elefsen mætti í hennar stað.

Á fund bæjarráðs mættu safnstjóri Síldarminjasafns Íslands ses, Aníta Elefsen og formaður stjórnar Guðmundur Skarphéðinsson og kynntu starfsemi safnsins.

Bæjarráð þakkar góða kynningu á sögu og starfsemi safnsins.
Endurnýjun rekstrarsamnings verður til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2017.