Erindi frá Siglunesi hf. - Gunnlaugi Oddssyni

Málsnúmer 1409035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16.09.2014

Framkvæmdarstjóri Siglunes hf. vill kanna hvort Fjallabyggð vilji nýta sér forkaupsrétt að Jonna ÓF -86 ásamt aflahlutdeild og aflamarki. Áætlaður kostnaður er rétt tæplega 1 milljarður.

Bæjarráð þakkar fram komið erindi en telur sér ekki fært að nýta sér forkaupsréttinn. Það er von bæjarráðs að verði af sölu á umræddum aflaheimildum þá verði útgerðaraðilum í Fjallabyggð boðið að kaupa þær.
Sólrún Júlíusdóttir áskilur sér rétt að koma með bókun á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23.09.2014

Lagt fram bréf bæjarstjóra frá 18. september 2014 til Gunnlaugs Oddssonar er varðar skilyrði fyrir því að forkaupsréttur verði virkur.