Tjaldsvæði Fjallabyggðar

Málsnúmer 1408014

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 170. fundur - 27.08.2014

Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar vegna tjaldsvæðisins í Ólafsfirði. Þar er óskað eftir að farið verði í framkvæmdir við að hækka landið og þökuleggja í haust svo hægt sé að nýta svæðið á næsta ári.

 

Nefndin tekur undir umrætt erindi og vísar fjármögnun á verkefninu til bæjarráðs.

 

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23.09.2014

Lagt fram erindi frá skipulags- og umhverfisnefnd frá 29.ágúst 2014 og varðar lagfæringar á tjaldsvæði í Ólafsfirði.

Bæjarráð tekur undir framkomnar ábendingar fagnefndar og felur bæjarstjóra að koma framkvæmdinni af stað hið fyrsta og nýta til þess heimildir í fjárhagsáætlun bæjarfélagsins.
Gert var ráð fyrir 5 m.kr. í áætlun 2014.