Fyrirhugaðar breytingar á sýslumannsembættinu á Siglufirði

Málsnúmer 1407069

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 350. fundur - 05.08.2014

Sýslumaðurinn á Siglufirði Ásdís Ármannsdóttir var boðin velkominn á fund bæjarráðs.

Farið var yfir núverandi verkefni sýslumannsins sjá neðanritað og framtíðar hugmyndir um rekstur skrifstofunnar en fyrirhugaðar breytingar á rekstri embættisins taka gildi um næstu áramót.

Rekin er skrifstofa bótanefndar skv. lögum nr. 69/1995 um greiðslu bóta til þolenda afbrota er hjá embættinu.                                       

·         Annast verkefni sem sýslumanni er falið skv. lögum nr. 47/2010 um sanngirnisbætur.

·        Gefur út leyfisbréf til starfsréttinda héraðsdóms- og hæstaréttarlögmanna og annast aðra umsjón þeirra verkefna sem sýslumönnum eru falin á grundvelli laga nr. 77/1998 um lögmenn, sbr. lög nr. 145/2013 um breytingu á ýmsum lögum vegna flutnings verkefna frá innanríkisráðuneytinu til sýslumannsembætta og annarra embætta og stofnana.

·         Annast skráningu og eftirlit með skráðum trúfélögum og lífsskoðunarfélögum á grundvelli laga nr. 108/1999 og reglugerðar 106/2014.

·         Ákvarðanir um kvaðaarf skv. 1. og 2. mgr. 50. gr. erfðalaga nr. 8/1962, sbr. reglugerð nr. 108/2014 um ákvarðanir varðandi kvaðabindingu arfs og niðurfellingu kvaðar.

·       Veita leyfi til dreifingar á ösku látins manns utan kirkjugarðs, sbr. reglugerð nr. 104/2014 um breytingu á reglugerð nr. 203/2003 um dreifingu ösku utan kirkjugarðs.

·         Veitir leyfi til tilfærslu líka í kirkjugarði eða flutning þeirra í annan kirkjugarð eða grafreiti. sbr. reglugerð nr.105/2014 um leyfi til tilfærslu eða flutning líka.

Sýslumannsembættin verða níu eftir breytingar og verður sýslumaður Fjallabyggðar staðsettur á Húsavík. Hinsvegar er ekki gert ráð fyrir breytingum á rekstri skrifstofunnar á Siglufirði. Ásdís leggur áherslu á gott samstarf við nýjan sýslumann.