Styrkbeiðni vegna endurnýjunar á tengigangi Hóls

Málsnúmer 1407024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 346. fundur - 08.07.2014

Í bréfi frá formanni UÍF dags. 4. júlí er gerð grein fyrir ályktun til f.v. bæjarstjórnar og allra bæjarfulltrúa Fjallabyggðar. Þar kemur fram að ársþingið harmar það verklag f.v. bæjarstjórnar að vísa styrkbeiðni til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.  
Þingið óskar, að bæjarstjórn Fjallabyggðar endurskoði ákvörðun sína um aðkomu að endurbyggingu á tengigangi Hóls.
Sótt var um 8 m.kr. framlag til verksins.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir fundi með formanni UÍF.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15.07.2014

Á síðasta fundi bæjarráðs var ákveðið að boða formann UÍF á fund bæjarráðs.

Formaður bauð Guðnýju Helgadóttur velkomna til fundar við bæjarráð. Farið var yfir ósk stjórnar UÍF um aðkomu Fjallabyggðar að endurbótum að Hóli eftir bruna.

Um er að ræða lagfæringar á aðalhúsi og tengigangi. Lögð er áhersla á að vinna verkið sem eina heild með loforði um styrk frá Fjallabyggð á næstu fjórum fjárhagsárum að upphæð 8 m.kr.

Bæjarráð tekur vel í aðkomu að endurbyggingu á tengigangi við Hól. Bæjarráð óskar eftir raunkostnaði fyrir næsta fund sem og fjárþörf verkefnisins miðað við greitt tryggingarféð og framkomnar upplýsingar um viðbótarkostnað.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 349. fundur - 29.07.2014

Fram kemur í yfirferð og samantekt formanns UÍF að sjálfboðavinna var stór þáttur í enduruppbyggingu staðarins eftir bruna. Mun meira var hins vegar lagfært en það sem skemmdist af völdum reyks og sóts.
Raunkostnaður við endurbætur á íbúðarhúsnæði íþróttamiðstöðvinni á Hóli er:
Tryggingabætur voru kr. 7.266.398.-, kostnaður endurbóta, kr. 15.067.262.- og lán kr. 4.600.000.-. Mismunur kr. 3.200.873.-

Raunkostnaður við endurbætur á tengigangi og skemmu Íþróttamiðstöðinni Hóli til 1.júlí 2014
Tryggingabætur kr. 7.704.324.-, kostnaður endurbóta kr. 6.387.423.-.  Mismunur kr. 1.316.901.-.

Til að hægt sé að meta fjárþörf sem eftir er af verkinu hefur verið óskað eftir að iðnaðarmenn og stafsmenn tæknideildar setjist niður og fari yfir áætlaðan kostnað við verkið svo hægt sé að ljúka endurbyggingu.

Inn á fund bæjarráðs bárust upplýsingar frá tæknideild um áætlaðan raunkostnað við að ljúka endurbyggingu á tengigangi og skemmu

og er hann áætlaður tæplega 10 milljónir kr.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að funda með formanni ÚÍF, til að fara yfir fjármögnun verkefnisins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 351. fundur - 12.08.2014

Bæjarráð tekur undir bókun f.v. bæjarstjórnar og vísar málinu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð telur rétt að taka upp viðræður við ÚÍF um framtíðaráform og uppbyggingu staðarins, og niðurstaða liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 377. fundur - 29.01.2015

Á fundi stjórnar Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar frá 9. janúar 2015 var hörmuð
sú niðurstaða 372. fundar bæjarráðs að hafna beiðni um 2 millj. kr. styrk á ári í 4 ár vegna endurbóta að Hóli.
Stjórn UÍF leitar eftir tillögu bæjarráðs um lausn á málinu svo hægt sé að halda áfram við endurbætur á tengigangi.

Bæjarráð hafnar aðkomu að málinu en ítrekar að í nýsamþykktri fjárhagsáætlun sé rekstrarframlag 1,5 millj. á ári til U.Í.F..

Sólrún Júlíusdóttir, áheyrnarfulltrúi vísar í fyrri bókun um að hún leggi áherslu á að þörf sé á að fara í endurbætur með aðkomu Fjallabyggðar og að styrkbeiðni sé samþykkt.