Sameining íbúða á 3ju hæð í Skálarhlíð á Siglufirði

Málsnúmer 1407020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 346. fundur - 08.07.2014

Sameining íbúða á 3ju hæð í Skálarhlíð var ekki fyrirhuguð í áætlun f.v. bæjarstjórnar.
Áætlaður kostnaður er um 7,5 m.kr.


Bæjarráð samþykkir að vísa framkvæmdinni og fjárveitingum til næsta árs og verður málið tekið fyrir við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2015.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28.09.2015

Lögð fram beiðni deildarstjóra tæknideildar um heimild til þess að framkvæma lokað útboð á sameiningu íbúða 306 og 308 í Skálarhlíð, Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir framkomna ósk.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13.10.2015

Tilboð í sameiningu íbúða á 3ju hæð í Skálarhlíð á Siglufirði voru opnuð 9. október 2015.

Eftirtaldir buðu í verkið:
Byggingarfélagið Berg ehf kr. 7.486.000
ÓHK trésmíðar ehf kr. 6.936.600

Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 7.515.582

Báðir tilboðsgjafar settu fram beiðni um lengri verktíma.

Deildarstjóri tæknideildar leggur til að samið verði við lægstbjóðanda og að verktími verði lengdur um mánuð til 31. janúar 2016.

Bæjaráð samþykkir að samið verið við ÓHK trésmíðar ehf.