Umræða um frárennsli í Fjallabyggð

Málsnúmer 1406077

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 01.07.2014

Á fund bæjarráðs kom Einar Stefánsson verkfræðingar VSÓ ásamt Fjólu Jóhannesdóttur til að ræða um fráveitumál í Fjallabyggð, en hann hefur séð um hönnun á fráveitu Siglufjarðar síðustu árin og hefur verið falið að gera tillögur um aðgerðir í fráveitu á Ólafsfirði.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 59. fundur - 04.07.2014

Lögð fram skýrsla frá VSÓ ráðgjöf er varðar endurbætur á fráveitu á Siglufirði. Sambærileg skýrsla er í vinnslu fyrir Ólafsfjörð.

Nú er verið að vinna við lögn meðfram Snorragötu að dælubrunni við Gránugötu.

Hafnarstjórn leggur áherslu á að vinna við lagnir á hafnarsvæðinu komi til framkvæmda hið fyrsta. Verið er að setja upp dælubúnað til að dæla rækju á milli húsa á hafnarsvæðinu.