Ásýnd sveitarfélagsins

Málsnúmer 1406075

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 01.07.2014

Jóhann Helgason Vesturgötu 14 Ólafsfirði skrifar bæjarráði bréf dags. 23. júní 2014. Jóhann leggur í bréfi sínu áherslu á fegrun bæjarfélagsins og bendir á það sem betur má fara og nefnir sérstaklega fyrirtæki í sveitarfélaginu, ruslsöfnun þeirra og skort á almennu viðhaldi. Jóhann hvetur einnig bæjarfélagið til átaka er varðar sínar eignir.

Meirihluti bæjarráðs hefur nú þegar falið tæknideild Fjallabyggðar að gera heildarúttekt á eignum bæjarfélagsins með það í huga að fegra umhverfi og stofnanir bæjarfélagsins.

Meirihluti bæjarráðs felur bæjarstjóra að boða Jóhann á sinn fund og taka saman þær ábendingar og áherslur sem bréfritari vildi sjá í umhverfi bæjarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda áskorun til fyrirtækja og boða til funda fyrir gerð fjárhagsáætlunar í haust um átak í umhverfismálum í bæjarfélaginu.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 59. fundur - 04.07.2014

Lagt fram til kynningar.

Hafnarstjórn leggur áherslu að umhverfi hafna sé til fyrirmyndar.