Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2013-2016

Málsnúmer 1404046

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 338. fundur - 29.04.2014

Bæjarstjóra er falið að koma þeim ábendingum á framfæri að lagfæra þarf þjóðveginn í gegnum Fjallabyggð vegna aukinnar umferðar í samræmi við nýgerða umferðaröryggisáætlun.

Bæjarráð bendir m.a. á bréf frá Vegagerðinni þar sem ósk um færslu þjóðvegarins í gegnum Siglufjörð hefur verið hafnað.

Bæjarráð leggur því þunga áherslu á að jarðgangagerð milli Fljóta og Siglufjarðar komist á Samgönguáætlun hið fyrsta.