Átaksverkefni - störf í sumar hjá ríki og sveitarfélögum

Málsnúmer 1404039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 338. fundur - 29.04.2014

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu Vinnumálastofnunar að verja um 150 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði til átaks sem tryggja mun 390 námsmönnum, 18 ára og eldri, störf í sumar hjá ríki og sveitarfélögum.

Bæjarráð samþykkir að sækja um styrk frá Vinnumálastofnun til að tryggja sem flest störf fyrir ungt fólk í Fjallabyggð í sumar.